Það er ein nýjung sem ég er búinn að prófa sem ég er mjög sáttur með.
Ég er með Liverpool og var að spila leik á móti Man. City. Á bekknum hjá mér var 18 ára strákur að nafni Craig Lindfield. Efnilegur strákur. Ég set hann inn á á 60. mínútu í stöðunni 0-0. Á 83. mínútu skorar hann mark og leikurinn endar 1-0.
Svo eftir leikinn fer ég eitthvað skoða hvað ég get sagt við fjölmiðla um þennan dreng. Var svona að pæla í að lýsa honum sem næsta Owen eða eitthvað álíka. Þá sé ég möguleika sem mér finnst nokkuð sniðugur. Ég gat valið milli striker-a hjá mér og sagt að einhver þeirra væri gott fyrirmynd fyrir strákinn. Ég valdi Robbie Fowler og sagði opinberlega að hann væri góð fyrirmynd fyrir Craig Lindfield.
Svo næsta dag fæ ég frétt um það að Robbie sé áægður með að vera kenna Craig, og að Craig sé ánægður með að læra frá Robbie. Núna eru svona merki fyrir framan þá, svona eins og “injured”, nema merkið hjá Robbie er “tut”, og stendur það fyrir “tutor”, og hjá Craig er merki sem er “lrn” og stendur það fyrir “learning”. Svo í Personal glugganum hjá Robbie stendur, að hann sé að leiðbeina Craig, og hjá Craig stendur að hann sé að læra hjá Robbie. Þeir eru sumsé að hittast eitthvað utan æfinga og svoleiðis held ég.
Nú er bara að sjá hvort Craig Lindfield læri eitthvað af þessu.