Það er ólíkt hlutskipti minna manna í Grindavík í raunveruleikanum annars vegar, þar sem þeir voru að falla, og í FM annarsvegar þar ég fór með þá í riðlakeppnina í Euro Cup (datt út úr meistaradeildinni í 3. umferð í undankeppninni). Fékk sand af seðlum og með smá heppni hefðum við meira að segja komist uppúr riðlinum. Unnum AZ Alkmaar í fyrsta leik 3-2 og gerðum svo þetta ótrúlega jafntefli á útivelli við Roma. Þetta sér maður ekki á hverjum degi: http://212.30.203.209/siggeir/grv-roma.JPG

Töpuðum svo 0-1 bæði á móti Rennes og Panathinaikos. Heppnin var greinilega búin og við komumst ekki lengra :(

Bætt við 27. september 2006 - 17:55
Ps. Þetta var sumarið 2008. Roma voru með töluverða yfirburði í leiknum en við vörðumst vel og áttum nokkur færi og nýttum eitt :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _