Held að draumaliðið mitt sé bara núverandi Arsenal lið mitt, enda gæti ég ekki verið að standa mig betur, taplaus í 50+ leikjum í deildinni, Evrópumeistari, Enskur meistari og hef aðeins tapað 4 leikjum frá því ég tók við liðinu. Og allt þetta eftir aðeins eitt leiktímabil. En liðið lítur svona út:
GK: Lehman(Orðinn fertgur og hefur aldrei verið betri, heldur Kameni algerlega úr liðinu)
DR: Lauren
DL: Ashley Cole
DC: Sol Campbell
DC: Kolo Toure
DMC: Gilberto Silva
MR: Ugur Yildirim
ML: Robin van Persie (venjulega hefði ég nú viljað hafa Reyes hér en hann er búinn að vera mjög mikið meiddur)
MC: Cesc Fabregas/Ali Hleb
FC: Fred
FC: Thierry Henry
þetta er nú ekki ólíkt núverandi Arsenal liðinu, en ég væri nú alveg til í að bæta tveim, þrem leikmönnum í þetta lið, mig langar í Mascherano þar sem Silva fer að eldast og Flamini engan vegin nógu góður, einnig væri ég til í hægri bak þar sem Lauren og Eboue eru heldur ekki nógu góðir, ég veit ekki alveg hver það á að vera, kannski Chivu (spilar hann ekki alveg örugglega DRC, vinsamlegast leiðréttið mig) annars væri fínt ef þið gætuð bent mér á einhverja magnaða hægri bakkara. Síðan ef til vill hægri kant eða miðvörð, Ljungberg ekki alveg að standa sig og þessi Yildirim átti nú bara að vera framherji. Síðan er Sol að eldast og ég veit ekki hvort Senderos sé nógu góður en hann fær sjéns til að sanna sig.