Ég var að spila Fm 2006 á Mac í gær, var með Arsenal á öðru leiktímabili, ég hafði keypt Jacques Faty og nokkur lið voru að bjóða í hann, á láni þeas, ég samþykkti boð frá Everton í lok transfer gluggans (31 jan) og síðan samþykkti Faty þetta líka, samdægurs, en síðan kemur næsta dag, “Everton Set To Sign Faty” á 210k, og fyrir framan mannin stóð “TRN” (minnir að það sé sú skammstöfun, sem þýðir að hann sé að fara frá liðinu) og síðan þegar maður klukkað á leikmanninn kom “Joining Everton on 1.7.2008” eða eitthvað álíka, ég náttúrulega varð alveg furðu lostinn og tékkaðu á þessu og það stóð greinilega í offerinu að þetta væri lánsdíll og þær ætluðu að borga 210k fyrir að fá að hafa hann út leiktíðina. Ég vildi náttúrulega ekki taka sénsinn á að missi hann eftir sumarið fyrir aðeins 210k, vildi fá minnst 3,1 millu fyrir hann. Þannig að ég hætti náttúrulega án þess að seiva og þarf að keppa einn leik aftur (léttur leikur enda snýst korkurinn ekki um það). Mig grunar kannski að þetta hafi eitthvað með transfer gluggan að gera þar sem hann var alveg að loka.
En já, þetta er heldur ekki eini gallinn sem ég hef fundið, margir fleiri, til dæmis má nefna að þegar maður skoðar history hjá sínum eigin leikmanni, tökum Henry sem dæmi, hann keppti 54 leiki á fyrsta tímabilinu en þegar ég skoða history stendur aðeins 31 leikur, og ef maður klikkar á þrýhyrninginn til að sjá “details”-ið að þá kemur 54 leikir, þetta er kannski ekkert merkilegt, ég meina þetta pirrar mig ekkert en þetta er samt galli.
Allavega er þessi útgáfa hjá mér meingölluð, ég er að spila 2006 í Mac með nýjasta patchinn (án data). Hafa einhverjir aðrir tekið eifitr einhverjum svona göllum. Síðan er editorinn orðinn alveg fokkaður hjá mér, þegar ég loada database-inu að þá kemur upp “cannot find international player 54” og eftir það kemur númer 74 og gengur þannig upp í 17þúsund og eitthvað, alveg full af skilaboðum og maður þarf bara að ýta á enter, síðan þegar ég er kominn inn í editorinn get ég ekki farið til baka eða neitt, ekki lokað neinum gluggum (til dæmis ef ég fer í preferneces að þá kemst ég ekki til baka inn í editorinn sjálfan), tók eftir því að í editornum stendur “version 6.1”, ekki sama versjón og leikurinn, er þetta eðlilegt?