Það er búið að loka fyrir leikmannakubbinn vegna þess að hann var alltof oft misnotaður og það var erfitt að greina frá þá sem vildu virkilega senda greinar inn frá þeim sem voru bara að gera þetta upp á djókið og til þess að skemma. Ég hef fullan áhuga til þess að opna þetta aftur en það þarf líka áhuga frá ykkur því ég hef hvorki tíma né tök til þess að senda greinarnar inn sjálf.
Varðandi draumaliðið þá þarftu að eiga það við bludgeon, sem er núna kominn í frí. Persónulega finnst mér allt í lagi að hvíla hluti við og við því annars verða þeir bara útbrenndir. Ég geri ráð fyrir því að draumaliðið hefji göngu sína áður en langt um líður en þó engar áhyggjur af því hvenær sú tímasetning verður.
Vonandi hefur þetta svarað þínum spurningum og vonandi koma ekki fleiri svona spurningar í bráð.