Ég hef verið mikill CM og FM áhugamaður undanfarin ár, og á alla seinustu leikina og þar með talið nýjasta leikinn. Mig langar aðeins að ræða nokkra hluti í sambandi við nýjasta eintakið af Football Manager, eða 2006 útgáfuna.
Eftir að hafa spilað hann síðan hann kom út hefur maður einhverja hugmynd um hvað maður væri til í að sjá í næsta leik frá þeim.
Ég mundi vilja hafa meiri stjórn á útliti og svoleiðis fítusum. Það væri óendanlega nett ef að með næsta leik kæmi lítið og hentugt forrit, svona Skin Creator, bara eitthvað ofureinfalt sem gerði manni kleift að hanna sitt eigið skin, breytt litum og fært panela og stækkað og sett in myndir og svoleiðs, ekkert flókið sem þarfnast háskólagráðu í forritun, bara eitthvað einfalt. Það væri mega.
Einnig væri ég til í að hafa möguleika á að velja hvað mikið detail ég vildi hafa á “Overview” þegar maður er að keppa leiki, í nýjasta leiknum sýnir leikurinn bara mörk, meiðsli og rauðspjöld, ég væri til í að maður gæti ráðið þessu, látið leikinn sína kannski bara mörk eða kannski gul spjöld og aukaspyrnur/horn. Þannig að maður gæti ráðið, efast samt um að maður mundi nota þetta mikið en þetta bæri sniðugur fítus.
Nú kemur smá nöldur frá mér, eftir að hafa spilað, eins og sagði áður, nýjasta leikin síðan hann kom út hef ég orðið fyrir vonbrigðum, jú vissulega er hann flottur og allt það en þegar öllu er á botninn hvolft er hann leiðinlegur, skemtanagildið er 0 miðað við gömlu leikina (þá einna helst 0102 og 0304). Fyrst þegar maður var að byrja í honum var hann góður, og maður fullyrti jafnvel að þetta gæti verið besti leikurinn, en síðan þegar maður fór að spila meira og svoleiðis þá bara er hann ekki eins skemmtilegur.
Hann er eiginlega of raunverulegur. Mér finnst hann of erfiður, í gömlu leikjunum gat maður tekið nánast hvaða lið sem er og gert það að meistaraliði, ég man til dæmis í 0304 tók ég Hull City í neðstudeild og vann eina deild á hverju season og þar með talið úrvalsdeildina síðar varð ég þrefaldir evrópumeistari félagsliða og margfaldur englandsmeistar og meira að segja stýrði ég enska landsliðinu og gerði þá að evrópumeisturum. En í nýjasta leiknum er þetta ekki hægt, ég hef tekið við Hull City, sem núna eru í næst efstu deild, jú ég komst upp og stóð mig vel, hélt mér í deildinni og allt það, en engir yfirburðir eða neitt, bara leiðinleg barátta um miðja deild og ekki nálægt því að fara að vinna deildinna fyrr en í fyrsta lagi eftir 3 tímabil. Þetta hefur líka gengið svona í öðrum seivum, þetta er orðið svo mikið puð.
Sumir segja væntanlega “já en þetta er nú svona í raunveruleikanum” en ég er ekki í raunveruleikanum, ég er að spila tölvuLEIK og þeir eiga fyrst og fremst að vera skemmtilegir frekar en raunverulegir. En aðrir eiga kannski eftir að segja (allavega hugsa) “já en ert þú bara ekki lélegur?”, ja mér finnst það skrítið, svona miðað við hvað maður var góður í gömlu leikjunum.
Er engin sammála mér?