Ég er með nokkrar hugmyndir sem eru samt svolítið skrýtnar en ég væri til í að hafa þær með. Eins og mörg lið eru með uppeldissamning við önnur lið t.d. man utd og antwerp og að ef maður er t.d. með liverpool og gerir samning við kannski Watford eða KR eða eitthvað. Og svo að maður geti gert meira í sambandi við stjórnina og leikmennina og blöðin,aðra þjálfara andstæðings leikmenn og dómara. Svo væri ég til í að þú getir sótt um sem scouti,assiant manager eða coach í öðru liði ef þú ert rekinn og svo framvegis og komið sjálfum þér á framfæri í öðru liði og fengir svo stjórastöðuna ef þú stendur þig vel. Ef þú ert til dæmis rekinn að þú getir krafist bóta eða neitað að láta reka þig vegna klásúlu í samning ef þeir borga þér ekki peninginn. Og mér finnst að það ætti að skipta um stjórnir oftar ef þær gömlu eru lélegar og mér finnst að þú getir hótað chairmaninum um að þú farir ef þú fáir ekki meiri pening, það er í leikjunum en hafa þetta þróaðra og jafnevel að þú getir orðið meðlimur í einhverri stjórn. Ég veit að þetta er manager leikur en ég væri til í að sjá þetta í nýja FM sérstaklega með uppeldissamningin og að maður geti gert meira gagnhvart öðrum leikmönnum,þjálfurum og dómurum. En ég er með miklu fleiri hugmyndir sem ég man bara ekki í augnablikinu.
Liverpool= Þeir allra bestu.