Ég er rétt að hefja mitt annað tímabil með Real Madrid. Búinn að spila Super Cup leikinn (leg 1 og 2) gegn Barcelona og Super Cup gegn Chelsea því ég vann Meistaradeildina árið áður…

Fyrri leikurinn gegn Barca á heimavelli endar 1-1 í mjög jöfnum leik. Allt í lagi svo sem, get alveg unnið.
Í seinni leiknum, fjúff, hann endar 4-4 í mjög jöfnum leik þar sem Kompany og Salgado er rekinn útaf og Barca jöfnuðu á 96. mín. Kompany útaf á 57. og Salgado á á 62. Ótrúlegt að ég skildi hampa þessum titli.

Svo næsti leikur gegn Chelsea. Hvað gerist? Komapany rekinn útaf á 33. og Salgado á 66. WTF! Kunna þessir menn ekki að haga sér! Ætla setja þá í mitt eigið bann:@
Ekki nóg með það heldur meiðist Cassano á á 78. mín þegar ég er búinn með skiptingarnar og þarf ég því að spila seinasta korterið 3 færri:/
Tapaði leiknum að sjálfsögðu, svona kraftaverk gerast ekki tvisvar í röð, 5-2. Svo var rúsínan í pylsuendanum þegar Ramos meiðist á 94 mín.

3 leikir búnir á tímabilinu (æfingaleikur telja ekki), búinn að skora 7 mörk og fá á mig 10. Vinna einn titil og tapa öðrum og fengið fokkin 4 rauð. Góð eða slæm byrjun?
Svo rétt í lokin ber að nefna að ég var með varamarkmanninn því Casillas er meiddur. Hann fær ekki svona mikið á sig:)

Hafiði lent í öðru eins?
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”