Í fyrsta lagi, veit ekki hvort ég skilji þig alveg fullkomlega þar sem að þú talar nánast í einni setningu allan tímann.
Í öðru lagi, eins og ég sagði hérna um daginn þá skaltu ekki rugla saman hvað ég tel vera svindl og hvað ekki. Ég tók það fram að mér fyndist ekkert að því að láta t.d. nýja fréttamiðla í leikinn því það gerir leikinn bara skemmtilegri. Ég hef líka sagt þér að ég spili leikinn eins og hann raunverulega er, s.s. mér finnst skemmtilegast að spila leikinn alveg eins og fótboltinn er í raunveruleikanum, og þess vegna tel ég ekki svindl að uppfæra hann samfara breytingum í knattspyrnuheiminum. Þú ert ekki að svindla á neinum þegar það þú gerir það, er það?
Ég veit ekki hvort þú bara náir þessu ekki eða að þér finnist gaman að snúa út úr og rengja mig. Ég hallast að því síðarnefnda. Finnst þér virkilega svona erfitt að skilgreina orðið svindl? Finnst þér þú ekki vera að svindla á sjálfum þér þegar að þú ferð í editorinn og lætur einhverja nýja leikmenn í leikinn eða lætur liðið þitt vera rosalega ríkt? Mér finnst það að minnsta kosti og tel fólk sem svindlar vera aðallega að svindla á sjálfu sér. Svo festist maður líka í sama farinu. Ég átti vin sem svindlaði alltaf í CM þegar við spiluðum saman og núna þegar hann er kominn i FM kann hann ennþá ekkert á leikinn því hann hefur alltaf komist í gegnum allt með að svindla og er fastur í sama farinu. Þetta var dæmisaga og ekki algilt, ég veit, en sýnir þér samt eitthvað.
Svo skil ég þig ekki alveg, áðan varstu á fullu að verja svindlara eins og þú ættir lífið að leysa og jú, það leit út eins og þú stundaðir svindl sjálfur.. en svo allt í einu upp úr þurru byrjarðu að afsaka þig frá þessu öllu. En jæja, jú ég er stjórnandi hérna og ég mun (og hef alltaf) eytt öllum svindl korkum og greinum en vandamálið er bara að stundum sést það ekkert og það er kannski það sem pirrar mig mest við svindlara. Hefur þú t.d. aldrei lent í því að vera að horfa á innsent skjáskot og öfundað einhvern því hann lét einhvern melló góðan framherja skora milljón mörk á einu tímabili? Hvða ef hann var svo að svindla? Þá er hann ekki bara að svindla á sjálfum sér heldur líka öðrum, eða það er mitt mat.
Vonandi skýrði þetta eitthvað út fyrir þig en ég vona að þú áttir þig á því að þú getir ekki breytt skoðun minni á þessu máli. Leikurinn er gefinn út í byrjun tímabíls (misjafnt samt) og breytingar í fótboltaheiminum eru mjög hraðar. Til þess að leikurinn haldi áfram að vera spennandi og skemmtilegur er sjálfsagt að uppfæra hann í takt við tímann en það kallast ekki uppfærslur að láta eitthvað lið verða ríkt í gami eða bæta sjálfum sér inn í leikinn. Það er það sem við virkilega köllum að fikta í databeisnum.