Þeir tveir Manager leikir sem ég á eru CM5 og FIFA Manager 06 sem ég kýs að kalla FIFAM06. Hér ætla ég að fjalla um kosti þeirra og galla.
Champions Manager 5
Kostir: Kostir CM5 eru ekki ýkja margir… það er allt í lagi að spila hann.. auðvelt að bjóða samninga og leita að mönnum.
Gallar: Það er mjög leiðinlegt að horfa á leikina og maður getur ekki haldið áfram í leiknum nema Continue Game sé búið að birtast niðri í hægra horninu. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég prófaði hann.
Einkunn: ** af fimm. Mæli með honum ef ykkur finnst gaman að spila lélega leiki.
FIFA Manager 06
Kostir: Kostir þessa leiks miðað við hinn er eiginlega allt. Ég held að hann sé mjög svipaður Football Manager en ég hef aldrei spilað FM leik þó ég hafi áhuga á að prófa þá..
Gallar: Gallarnir eru að það er asnalega “óskiljanlegt” þegar þú ert að bjóða samning eða gefa tilboð í leikmenn.
Í heildina litið mjög góður leikur.
Einkunn: **** Mæli eindregið með honum!