Ef þið eigið ágætis pening og eruð í leit að klassa framherja þá mæli ég eindregið Lukas Podolski, sem er tvítugur þjóðverji. Skorar nánast í hverjum einasta leik með 7,93 í meðaleinkunn hjá mér. Fæst á 15-20 mil. punda.
Svo langar mér að segja ykkir frá skemmtilegri uppákomu þegar ég var hjá Chelsea. Það var Janúar og leikmannagluggin alveg að fara lokast. Ég hafði ekki keypt neinn leikmann í Janúar því ég hafi keypti marga fyrir tímabilið og þurfti þannig séð ekki á neinum á að halda.
Nema hvað að áður en ég veit af tekur Roman, vinur okkar, sig til og kaupir uppá sitt einsdæmi Belletti frá Barcelona á 12 mil. punda án þess að ég kæmi neitt nálægt því og sagði svo að hann væri ósáttur við mig að ég hafi ekki keypt neinn.
Er það svona sem þeir vinna þarna úti, hehe ?