Jæja þá er ég búinn að vera admin hérna í rúman sólarhring og mér finnst þetta fara ágætlega af stað.
Ég hef fengið ágætis viðbrögð á korkunum, könnunni og svo í skilaboðum.
Ég hef fengið hugmyndir um að skipta korkunum niður í fleiri flokka. Ég hef sjálfur ekki vald til þess heldur verð ég að biðja vefstjora um það. Þá er ekkert annað að gera en að koma almennilegri umræðu af stað.
Ég sé að það er mikið verið að tala um að starta stóru network game-i sem er hið besta mál og ef það heldur áfram er aldrei að vita nema Network play fái sér kork.
Nú er ég búinn að bæta við nokkrum kubbum: skjáskotinu, ég ætla og tilkynningum.
Ef þið hafið hugmyndir um kubba endilega komið með hugmyndir. Það geta verið kubbar sambærilegir við kubba á öðrum áhugamálum eða eitthvað allveg nýtt.
Nú er ég að fara í frí á morgunn og kem ekki aftur fyrr en á sunnudaginn svo það verður lítið af nýju efni á meðan, en ef þið verðið dugleg að senda inn hugmyndir gæti komið algjör sprengja hérna á mánudaginn. Þið getið að sjálfsögðu sent inn greinar og kannanir. Þá er bara svokallaðir super-adminar sem samþykkja eða henda út.
með von um hugmyndir comment og fullt af efni,
mac2
mac2@hugi.is