Þannig er mál með vexti að mér finnst gaman að taka lið í neðri deildum og koma þeim upp um nokkrar deildir. Er núna með Accrington Stanley í Conference deildinni þar sem það var stórlið á fyrstu áratugum deildarkeppni á Englandi. En manni gengur frekar illa í byrjun tímabils og mig vantar betra kerfi … er núna með 4-1-3-2 en það er ekki alveg að ganga :S
Veit einhver um vefsíður þar sem ég get sótt kerfi fyrir svona ? Það hefur alltaf verið ansi veikur hlekkur hjá manni nefnilega að smíða kerfi þó svo maður hafi spilað CM (og núna FM) alveg frá 1995.
ahh, enga fjandans undirskrift takk :)