Sælt gott fólk!
Í þessu tilviki er ég íslenska liðið FH og eins og flestir vita er gífurlegur munur á íslenskum liðum og þessum stóru klúbbum fjárhagslega. Dýrari leikmenn, hærri laun, meiri hagnaður og meiri kostnaður og þar lengi fram eftir götunum.
Ef þú vilt rétta úr kútnum hjá liðinu og skila miklum hagnaði er ráðlagast að huga að eftirfarandi:
1) grandskoða leikmannahópinn og sjá hvort einhverjir launaháir leikmenn sem þú notar ekki mikið eru að taka of hátt kaup, seldu þá eða lánaðu!
2) Þetta er mikilvægi þátturinn! Þar sem íslenska upphitunartímabilið er geysilega langt og langur tími í deildina er best fyrir þig að halda liðinu alltaf við efnið! Bjóddu stóru klúbbunum í bikarkeppnir / deildarkeppnir (auðvitað á þínum heimavelli). Ekkert vera að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, ég til að mynda bauð Liverpool, Real Sociedad og Roma upp á bikarkeppni (ATH haka við að þeir fái 1 milljón ISK hver klúbbur) þetta skilar þér rosalegum hagnaði úr einni svona keppni geta komið allt upp í 70 milljónir ISK (70 milljónir - 3 = 67 milljóna KR gróði!). En huga verður að því að þú verður alltaf að bjóða liðum úr Evrópu og sérstaklega stóru liðunum “góða summu” svo þeir hafa áhuga að kíkja í heimsókn.
Takk fyrir mig ;)