Og varðandi það að hafa keppnir úr eldri leikjum, við lifum flest í nú-inu hérna. Það spila miki fleiri nýjustu leikina þannig að ef ég myndi hafa keppni úr eldri leikjunum þá yrði mjög líklega dræm þátttaka. Og það er alls ekki hægt að leyfa margar gerðir af leikjum í einni keppni, það bara gengur ekki.
En kannski er þetta eitthvað sem má skoða betur þegar þessi keppni er búin. Mér dettur t.d. í hug að hafa deildir. FM verður úrvalsdeild, CM5 1.deild o.s.frv., þannig að menn geta bara tekið þátt í sitthvorum deildum séu þeir með sitthvora leikina. En ég mun skoða þetta betur seinna.