Sæll. Delusion og fleiri notendur huga.is sögðu þér frá flest öllum þekktu ungstirnunum en mér sýnist að þeir hafi gleymt Riccardo Montolivo hjá Atalanta á Ítalíu, en hann spilar sömu stöðu og Ryan Giggs.
Annars, að taktíkinn þá fann ég um daginn mjög góða taktík á forum-inu hjá
www.sigames.comTaktíkin heitir CH_41212 og spilast með 4 varnarmönnum, einum DMC, 2 vængmönnum og einum AMC. Svo eru 2 leikmenn í sókninni.
Varnarmenninir þurfa enga sérstaka hæfileika nema bara þessa venjulegu fyrir varnarmenn. S.s. góður í loftinu(heading), góðir að tækla(tackling) og geta dekkað(marking).
DMC þarf hinsvegar að vera nokkuð góður en hann spilar stóra rullu í leikkerfinu. Hann þarf að vera sterkur(strength), góður í samvinnu með öðrum leikmönnum(teamwork) og baráttuglaður(work-rate). Auk þess er gott að leikmaðurinn sé góður tæklari og góður skallamaður en hann mun þurfa að skalla marka bolta á sínu svæði.
Kantmenninir verða að vera góðir að rekja boltann(dribbling), geta gefið góðar fyrirgjafir og hafa mikið úthald(stamina).
Einnig er sennilega plús að þeir séu hraðir(pace + accelration( fljótur af stað)) og teknískir(technique) samt ekki skylduatriði.
AMC eða sóknarmiðjumaðurinn þarf að vera baráttuglaður(work-rate), geta gefið góðar sendingar(passing) og geta skapað færi(creativity).
Sóknarmenninir þurfa ekki að hafa neina sérstaka hæfileika nema bara að geta klárað færi(finishing) og þurfa einnig að vera sterkir(strenght). Allt umfram það er plús.
Ég persónulega mæli með Damiano Tommasi (AS Roma), Javier Mascherano (River) og Gennaro Ivan Gattuso í stöðu DMC. Sérstaklega þá Tommasi.
Til að geta sótt taktíkina klikkaru
hér.
Þú save-ar hana í C:\Documents and Settings\******\My Documents\Sports Interactive\Football Manager 2005\tactics möppuna. Svo ferðu í FM2k5(Þú getur samt alveg verið í FM þegar þú ert að save-a taktíkina í möppuna) ferð í liðið þitt og í Tactics. Þar sérðu flipa sem stendur á Tactics, ýtir á hann og ferð í Archived Tactics.
Þessi CH_41212 taktík hefur reynst mér mjög vel, vann fyrstu 16 leikina með henni í Seria A(Er AS Roma) og þar á meðal vann ég Juventus, Inter Milan og AC Milan, öll á útivelli.
Til að skoða greinina eftir höfund þarftu að vera member á forum-inu hjá
www.sigames.com síðunni en beint url á síðunna er
þetta.
Gjörðu svo vel :)