Til að sjá hvernig landslið standa sig í FM2005 þá klikkaru á flipann World, ferð í World cup og aftur í World Cup. Þar vinstrameginn( eða hægrameginn, fer eftir því hvernig skin þú ert með, vinstrameginn er samt default) stendur World Rankings og ýtir þú á það. Þá ertu kominn í landsliðslistann.
Hinsvegar er líka til listi yfir bestu félagsliðin í FM.
Til að velja það ferðu einnig í World flippann en velur núna Europe í stað World Cup. Í Europe koma nokkrir möguleikar og velur þú t.d. bara Champions Cup. Þegar þú ert kominn í Champions Cup síðuna ýtir þú á Coefficients. Þar geturu valið um tvo möguleika, annað hvort Club eða Nation.
Í Club sérðu hvaða félagslið eru að standa sig best og framvegis en í Nation sérðu hvað lönd mega senda frá sér mörg lið í keppnir. T.d. mega 4 lið frá Spáni fara í Meistaradeildina, 3 í UEFA og framvegis.