Þetta er reglugerð frá Fifa og virkar hún þannig að þú getur gert lengst 5 ára samning við leikmenn og samningarnir eru “verndaðir” (s.s. önnur lið geta ekki boðið honum samning) í 3 ár ef að leikmaðurinn er undir 28 ára aldri þegar hann skrifar undir samninginn en aðeins í 2 ár ef að leikmaðurinn er yfir 28 þegar samingurinn er skrifaður.
Samt þarf liðið sem semur við leikmanninn að borga upp saminginn (eða eitthvað) sem hann átti eftir þannig að þú færð alltaf eitthvern pening( fer eftir hversu mikið var eftir af samningnum og hversu mikið leikmaðurinn er með í laun)
Ég hef oft klikkað á þessari reglu sjálfur. Var með Ronaldinho einhverntímann og gerði 5 ára saming við hann en gleimdi að endurnýja og hann fór til Arsenal á Bosman.
Vona þetta hafi hjálpað :)