Ég er búinn að vera notandi á síðu í svona 2 mánuði núna og er búinn að komast að því að þetta er geðveik síða. www.managerzone.com er síðan og þetta snýst einfaldlega útá það að þjálfa lið og keppa í deild. Maður byrjar á því að skrá sig og fær þá 2 vikna prufu á síðunni. Þá fær maður eitthvað lið og á að stilla því upp, þjálfa það og keppa í deild sem er með held ég 6 eða 8 liðum í. Maður velur líka land þegar maður skráir sig og vegna þess að ég bý í Svíþjóð keppi ég í sænskri deild. Það er samt alveg hægt að velja Ísland. Ef maður er ánægður með þetta og er með góða leikmenn (góður leikmaður kostar svona 10 - 20 milljónir og ég fékk einmitt 3 leikmenn sem kostuðu meira en 10 milljónir og einn sem að kostaði meira en 20 milljónir :)) getur maður þáhaldið áfram og sendir sms eftir leiðbeiningum á síðunni og borgar þá 200 kr. held ég til þess að verða notandi á síðunni. Svo keppir maður bara við liðin í deildinni sinni eins og í venjulegum manager leik og maður getur líka keppt við lið sem eru ekki í sömu deild og maður sjálfur. Ég er til dæmis alltaf að keppa svona vina leiki við vin minn sem er líka notandi á síðunni. Það eru ótrúlega margir skráðir á þessa síðu. Ég held það sé um 450.000 sem þýðir að það eru til margar deildir á síðunni.
Ef maður vinnur deildina sína fer maður svo upp í næsta flokk í einhverja deild þar. Það eru líka til allskonar keppnir sem er hægt að skrá sig í þar sem að maður getur unnið síma eða digital myndavélar. Ég elska þessa síðu og er heppinn með liðið mitt sem að er í fyrsta sæti í deildinni :)
Skráið ykkur endilega www.managerzone.com
Kv. StingerS