Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér í gær. Í “Besti CM leikurinn” kaus ég CM 03/04. Daginn eftir eða tveim dögum seinna var FM 2005 (sem að mér finnst bestur hingað til og hefði þar af leiðandi kosið) kominn sem svarmöguleiki í könnunina. Svona lagað eyðileggur könnunina algjörlega þar sem að hún getur engan vegin verið marktæk ef svarmöguleikum er bætt inn eftir á.
Jamm ég játa á mig að bæta inn svarmöguleikum. Það er mikið af könnunum í bið eins og er og bæði notendur og stjórnendur mættu fara að vanda sig meira.
Varðandi marktæknina, mér þykir skárra að bjóða þó uppá alla möguleikana, þar sem þessi “hver er bestur” könnun bauð uppá 2 leiki sem eru ekki til.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..