Sælir!

Jæja, þá er maður kominn með nammið í hendurnar. Nú vantar hins vegar leikmenn! Fredy William og Orri Freyr hins nýja leiks!

Ég legg til að notast verði við einn þráð til að byrja með og bý því þennan til þótt annar þráður hafi verið kominn áður - ég vildi hafa nafnið skýrt.

Alla vega, þá vantar annars vegar ódýra leikmenn sem standa sig vel í efstu deildum, og hins vegar dýra heimsklassamenn.

Allir geta vitanlega fundið í editornum þá leikmenn sem eru með potential -10 (sem er best) eða yfir 180.

En það eru hinir mennirnir sem leynast bakvið ómerkilegar tölur eins og Toledo, Orri Freyr og Fredy William, sem við þurfum að fá upplýsingar um.

Ég hef ekki leitað nema í nokkrar mínútur, en hér eru nokkrir:

Daniel Bierofka - AM RL sem fæst frá Leverkusen fyrir 400k+ pund í upphafi leiks. Kemur frekar til stærri liða. Leysir vel vandræði t.d. Liverpool á hægri kantinum.

Vincent Kompany - verðandi einn besti varnarmaðurinn í leiknum. Fæst tæplega fyrir lítið, en lítur virkilega vel út.

Freddy Adu - signið hann í upphafi og hann mun endurgjalda ykkur ríkulega. Verðandi heimsklassamaður í sókn.

Ian (man ekki eftirnafnið í augnablikinu) - D/DM C frá Hibs, fæst á innan við 300k pund í upphafi og lítur vel út.

Billy Jones - varnarmaður frá Crewe, einn sá efnilegasti á Englandi

Tom Huddlestone - varnarmaður, svakalega efnilegur

Leighton Jones - ditto

Simon Francis - frá Bradford að mig minnir, mjög efnilegur varnar og varnarmiðjumaður

Athugið að öll ensku ungstirnin eru í dýrari kantinum

Vieirinha, Maradona og Helder Barbosa hjá Porto - allt 16-18 ára strákar sem fást á 5000 pund og eru mjög efnilegir (Maradona er AMC, hinir eru kantmenn minnir mig)

Johan Absalonsen - danskt ungstirni sem fæst því miður ekki ódýrt

Jan Kristiansen virðist ennþá vera góður

Toledo er núna hjá ítölsku liði og fær ekki WP á Englandi, en er jafn fáránlega góður og hann var í CM

27 ára sóknarmaður hjá Wisla sem er með erfitt pólskt nafn fæst fyrir u.þ.b. 2 millur og lítur mjög vel út

Hernan Crespo fæst fyrir 2-4 millur í upphafi leiks en vill bara koma til betri liða

Robinho, Carlos Tevez, Fernando Cavenaghi, Dagoberto - sömu menn og úr CM eru ennþá góðir og dýrir

Unglingalið Arsenal er frjór akur ;-)

Daniel Braaten hjá Rosenborg er mjög efnilegur en fæst ekki ókeypis


…og svo hef ég ekki meira í bili. Verið nú duglegir að bæta við!

:-)