Ef vörnin er slök, reyndu að komast að því af hverju er hún slök. Hvernig skora andstæðingarnir, hvaðan koma sóknirnar, hvaða leikmenn andstæðinganna skapa mörkin og hverjir skora þau. Þessu verðuru að svara fyrst. Þú getur ekki læknað krabbamein ef þú veist ekkert um krabbamein.
Þegar þú ert búinn að sjá hvernig mörk þú ert að fá á þig þá verðuru að meta það hverju sinni hvernig þú stillir þessu, til dæmis hversu hátt varnarlínan er, hversu varnar/sóknar sinnað liðið er, hversu utarlega vængmennirnir eru á köntunum, svæðisvörn eða maður-á-mann vörn. Þetta verðuru að ákveða útfrá leikmönnunum sem þú hefur og út frá þeim leikum sem þú hefur spilað.
Það er nánast ómögulegt að svara svona spurningum, nema maður sé sjálfur með seivið. Ef það væri eitt svar við svona spurningum, þá væri þetta hundleiðinlegur leikur.