Ég var að prufa íslenska quick startið. Öll uppsetning lítur ágætlega út en það er eitt sem ég var að spá í.
Á eftir að færa leikmenn eitthvað milli liða?
Var að prufa að spila með ÍA og það var frekar sorglegt að sjá tvo Julian Johnson, og nokkra leikmenn sem eru hættir eða farnir fyrir 1-2 árum. Einnig er frekar mikið um að menn séu í vitlausum stöðum, sem er oftast allt í lagi nema þegar útispilara eru gerðir að markmönnum. Svo vantar Stefán Þórðarson í skagaliðið, og bara leikinn yfir heild (er hann kannski það óvinsæll meðal annarra liða að þið slepptuð honum ;) )Þorlákur Árnason er ekki manager hjá fylki og svo eru fleiri lítil mál sem fóru í taugarnar á mér…

Þetta á ekki að vera meint sem bögg við íslensku gagnaaflaranna, þetta eru náttúrulega bara vandamál sem hægt er að breyta í editor þegar hann kemur, en mér hefur alltaf fundist það skemma leikinn ef ég hef fiktað eitthvað í editornum.
ÍKORNI