Mig langar að spyrja þig á móti hvað er svona gaman við Civ2 og Dune2??
Að sjálfsögðu verður maður að taka sér pásur á leiknum í ákveðin tíma (ég get allavega ekki spilað hann endalaust).
Tek mér oftast smá hlé milli liða t.d. ef ég er búinn að vinna allt sem ég get með einhverju liði tek ég mér kannski viku pásu og byrja svo aftur á fullu. En það sem mér finnst þessi leikur hafa yfir civ2 og Dune og svoleiðis leiki er að það er alltaf nýtt challenge. Það er alltaf einhvað nýtt sem tekur við en gallinn við leiki eins og civ2 er að á endanum ertu búinn að vinna allt og það er ekkert eftir. Það finnst mér allavega vera munurinn á cm og flestum öðrum leikjum.