Ég er að gera skemmtilega tilraun með Manchester United, þó að ég haldi alls ekki með þeim (er Poolari í húð og hár).Ég seldi alla bestu menn United á free transfer þar á meðal Scholes til Stoke, Beckham til Celtic og svo Giggs til Bayern ég seldi samt ekki Neville bræðurna, Silvestre,Butt, Solskjer og Roy Carrol.





Þetta var mikil áhætta og ég keppti á móti Kilmarnock og Derby í æfingaleikjum ég tapaði á móti Kilmarnock 1-0 það var því að liðið var bara ekki vant að spila með sumum leikmannana svo small þetta allt í leiknum á mótti Derby og ég vann 3-1. Ég notaði marga menn úr varaliðinu þar á meðal Mads Timm, Michael Clegg, Forutne og Stewart. Ég keypti svo Henrik Larsson á sextján milljónir og fékk Victór á free transfer. Larsson strax en Victór seinna.


Svo var það Góðgerðarskjöldurinn á móti Liverpool, ég vissi að ég átti ekki mikla möguleika en stillti samt upp mínu sterkasta liði en tapaði 1-0 og það var Henchoz sem skorar ekki beint í hverjum einasta leik sem skoraði á 45. mínútu.


Byrjunarlið mitt í deildini var svona:

Roy Caroll (GK)

Victor (DC) Brown (DC)
Butt (DMC)

Stewart(MC) Clegg(MC) P.Neville (MC)

Fortune (AM)

Solskjær(FC) Larsson(FC) Dinei eða Donnely (FC)




Deildin byrjaði svona OK ég tapaði á móti Arsenal, vann Southamton, tapaði fyrir West Ham og vann svo Chelsea.


Og svona hélt þetta áfram ég spilaði einhverja tuttugu leiki og var þá í 5. sæti svo fór ég að bögga boardið eitthvað og svo var ég rekinn. Ég komst að þeirri niðurstöðu að Manchester þarf ekki þessa stjörnuleikmenn sína til að vera bestir……