Sæl öll.

Ég er með mína menn í Notts County og núna nýkominn upp í 1. deild á mínu 3. tímabili og eitt sem hefur verið gegnum gangandi í þessu það er að óeðlilega mikið af mínum leikmönnum lenda í því að togna á nára og eru þar með úr leik í 2-5 mánuði. Þetta er orðið frekar pirrandi og manni svona grunar að þetta hafi eitthvað með æfingarprógrammið að gera en ég get ekki ímyndað mér hvernig maður getur lagað þetta því ég má nú varla við því að fækka æfingum.
Er einhver að lenda í þessu sama eða með góðar hugmyndir um hvernig má laga þetta??