Þetta gildir bara á ítalíu(svo ég viti, getur vel verið að þetta sé líka hægt í öðrum deildum). Þá ertu að eignast 50% í ákveðnum leikmanni og í kaupunum ræðuru hvort hann spilar þá fyrir þitt lið eða hitt sem hann er í. Svo er samið um hvort sameigninn gildi í 1 eða 2 ár og að þeim loknum þá eiga bæði lið að bjóða ákveðna upphæð og það lið sem bíður hærra eignast hann(hvorugt lið getur séð hvað hitt býður).
Það er gott að gera þetta við lið sem er með góðan leikmann en er í fjárhagserfiðleikum og neyðist til að taka áhættu, leyfa þeim jafnvel að halda manninum sínum.