Sumir leikmenn þola pressuna öðruvísi, sumir eru grófari en aðrir, í raun er skapgerð allra leikmanna ólík í CM0304 og það er okkar verk að sjá til að þeir þroski skap sitt. Þú verður að meta hverja þú mátt sekta. T.d. er ósniðugt að sekta nýkeyptann 20 m punda framherja, en long time miðvörður “gæti” tekið sektinni vel og unnið í því að bæta sig.
Þegar ég var með Liverpool þá fékk Gerrard 1 rautt á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að allir leikmenn voru með easy tackling og síðan fékk hann rautt um leið og hann kom úr banninu. Ég sektaði hann og fyrirliðinn ungi fékk ekki rautt spjald það sem eftir var leiktíðarinnar enda vissi hann alveg upp á sig sökina. Sama var með Carragher hann fékk ódýrt rautt spjald, honum var reyndar gert að pressa og tækla, en honum var ekki gert að fá rauð spjöld svo að ég sá til þess að það gerðist ekki aftur. Þeir eru líka ekta Scouser og mundu ALDREI gera neitt sem ekki væri gott fyrir félagið.
Annars þá eru leikmenn Arsenal sumir með háar tölur í dirtiness en þeir eru brave, mjög góðir tæklarar og aggressive þannig að þeir fara nánast í allar tæklingar þrátt fyrir að þeir séu á easy eða normal tackling. Það er því alveg nóg að láta þá að easy eða normal. Síðan geturu líka sektað þá, EN passaðu þig á því hvern þú sektar. T.d. núna er ég með Leeds, ég hefði aldrei sektað Viduka því hann hefði höndlað það eins og apinn sem hann er, á meðan að Radebe hefði tekið því eins og herramaður.
Annað dæmi um skapgerð. Ég ákvað að “reyna” að selja Nick Barmby og vildi helst selja hann fyrir 1. sept og gerði offer to clubs og það gekk ekki, því enginn vildi hann (skrýtið) en þá varð hann öskureiður og sagði að hann mundi bara yfirgefa Leeds fyrir stærri félög. Það sagði ýmislegt um hans loyalty og mitt reyndar líka, en hann tók þessu eins og hann væri kóngurinn í Leeds.
Eitt sem ég hef tekið eftir er að ef ég er með allt liðið á hard tackling þá eru sumir yngri leikmenn líklegri til að brúkka munn við dómarann.
Jæja, nóg í bili.