Ég hef aldrei prófað að spila CM leikina á netinu. Ég veit lítið sem ekkert um það að spila CM á netinu og því ætla ég bara að spyrja sem mest og kannski getur einhver svarað einhverju af þessu?
Hvernig gengur það fyrir sig? Er það kannski algert vesen? Er það mjög hægt? Þarf hostinn að vera með mjög hraða tölvu? Hostinn verður alltaf að vera tengdur, en þeir sem eru ekki host eru þeir bara on holiday ef þeir þurfa kannski að hætta fyrr í leiknum? Hafið þið prófað þetta oft, ef svo er hversu margir eruð þið þá að spila í einu? Hvaða fjölda er mælt með að spila? Hentar CM0304 vel til þess að spila hann á netinu? Ef maður er með sítengingu og spilar Cm0304 á netinu við einhverja aðra frá Íslandi telst það þá ekki með upp í þau MB á mánuði sem maður hefur frá símafyrirtækinu? t.d. ef ég er með 500 mb tengingu á mánuði og spila síðan CM á netinu við einhverja á Íslandi þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að þessi 500 mb tenging klárist? En ef ég væri að spila við einhverja frá útlöndum, t.d. Svíþjóð?
Þetta gæti örugglega verið mjög gaman, sérstaklega því mér finnst CM4 og CM 0304 svo léttir þegar maður lærir aðeins inn á þá. Það er kannski helst það að leikurinn tekur langan tíma og sérstaklega ef maður er með 3-4 öðrum sem eru að leita sér að leikmönnum. En ég held reyndar að í CM0304 sé einhvers konar lágmarkstími sem maður getur stillt á í hvert skipti, þannig að maður fær bara 3 mínútur til þess að gera eitthvað áður en að leikurinn heldur áfram. Væri örugglega virkilega gaman að spila við einhverja sem kynnu jafn mikið og ég á leikina. Þá væri a.m.k. einhver samkeppni. Ég var núna að taka við Liverpool og ég er efstur um áramótin og var að flengja Man Utd 5-1 á útivelli, sem er frekar ósennilegt. Reyndar er Everton að veita mér fér furðumikla samkeppni, en þeir eru í 2. sæti og reyndar eru Liverpool og Everton langt á undan liðinu í 3. sæti! Og síðan vann Tottenham titilinn í fyrsta seivinu sem ég byrjaði á með Gillingham, en þó vann ég einmitt FA cup með Gillingham. Varla raunhæft.