Mitt fyrsta verkefni eftir að ég fékk cm 03/04 í hendurnar var Charlton enda bráðskemmtilegt lið. Ég er núna búinn með tímabilið og bara nokkuð sáttur, árangurinn hinn ágætasti en ég lenti í 9.sæti í deild, komst í 8 liða úrslit deildarbikarins þar sem ég datt út á móti Chelsea. Í FA cup datt ég út úr í 3.umferð gegn Burnley og var brjálaður og skammaði mína menn, maður lifir sig svo inní þetta. Chelsea vann deild og bikar með yfirburðum en deildarbikarinn vann Wimbledon, meistaradeildina tóku Real Madrid, helvitis Madringarnir. Ég byrjaði aðeins með 2 millur þannig að engir leikmenn voru keyptir áður en ég byrjaði. Ég spilaði mest allt tímabilið með leikkerfið 5-3-2 en notaði í nokkrum leikjum 4-3-1-2. Þegar ég spilaði 5-3-2 þá leit liðið svona oftast út, þegar allir voru heilir:

Kiely
Fortune, Rufus, Hermann
Young Konchesky
Parker, Euell, Jensen
Di Canio, Cole/Lisbie

Bekkurinn: Leitte, Kishieviv,Fish,Hughes,Cole/Lisbie

Þegar ég spilaði 4-3-1-2 þá leit liðið oftast svona út:
Kiely
Young, Rufus, Hermann, Konchesky
Parker, Euell, Jensen
Di Canio
Cole, Lisbie

Ég átti marga góða sigra, tók meðal annars Arsenal 3-0 á heimavelli og Liverpool 4-2 á anfield, síðan tók ég Everton 2-1 í bdeildarbikarnum með marki á 90 mínútu. Ég tapaði líka illa og fjórum sinnum lá ég 3-0. Di Canio skoraði manna mest hjá mér eða 19 stykki í öllum keppnum, 7 af þeim var úr vítum. Carlton Cole skoraði 15 og Lisbie og Euell settu 9 mörk en Euell skoraði tvisvar úr víti er Di Canio var ekki með. 14 Stoðsendingar átti Skott Parker, 11 átti Euell og 9 Di Canio, svo átti Kiely tvær, helviti skemmtilegar. Di Canio og Claus Jensen tóku aukaspyrnur auk þess sem Jensen er fyrirliði. Bestu menn voru öll miðjan, Di Canio, Konchesky og Rufus, Kiely var magnaður og Hermann átti fína spretti. Í sumar fæ ég frítt á bosman Jay Jay Okocha og Juan Pablo Angel en Konchesky er á leið til Juve á 8,5 miljonir punda og þá fæ ég smá pening í kassann. Ég kaupi kannski 1-2 varnarmenn og þá er ég kominn með flott lið sem gæti litið svona út á næsta tímabili:

Kiely
Fortune, Rufus, ?
Young Konchesky
Parker, Euell, Jensen,Jay Jay- skiptast á að spila
Lisbie Di Canio

Næsta tímabil er stefnan sett á 7 efstu sætin og þar með sæti í Uefa Cup, reyni að fara langt í annari hvor bikarkeppninni. Kem örruglega með grein eftir næsta tímabil.

Kv. Knattspyrnustjóri Charlton