Góðann daginn kæru Champarar…
Ég er búinn að vera í dálitlum erfiðleikum með CM4.
Ég hef talið mig vera fínann þjálfara þ.e.a.s vann ég allavega allt sem ég gat unnið með bæði Valencia og Juventus í CM3 01/02.
En Adam var ekki lengi í paradís. Ég fór í CM4 með alla Plástra pakkana og allt. Tók við Valencia, keypti Gabriel Milito og Henrik Larsson og byrjaði tímabilið.
Leist svona svakalega vel á tímabilið, var þó að vinna 1-0 og 2-1 sigra, en alltílagi með það, það telur alveg jafn mikið.
Svo kom það. Vörnin fór að leka inn mörkum eins og þeim væri borgað fyrir, og samt var ég með Curro Turres, Gabriel Milito, Ayala og svo einhvern Aurielio og svo Cani. í marki.
Vandamálið var samt ekki að skora mörk, heldur að halda markinu hreinu.
Ég var oftast að spila 4-1-2-1-2 með miðjumennina að leita á kantana eða bara einfaldast 4-4-2.
Einhverjar ábendingar?