Ekki það að ég ætli mér að gera lítið úr þér né neynum öðrum með meðflygjandi orðum heldur langar mig bara svona að benda ykkur á þetta:
Þú spyrð hvort að Omega league virki inn í miðju saevi sem að þú ert byrjaður á.
Og nú spyr ég þig, hvernig á það að vera hægt? Ef að eithvað save er byrjað hvernig á þá að flytja öll liðin? hvað verður um þá leiki sem að þau eru búin að spila? og öll úrslitin gegn öðrum liðum, hvað með þau?
Auðvitað væri hægt að gera þetta þannig að þú myndir byrja aftur árið 2001, nema bara öll liðin með sömu leikmenn, en þá bara mundi þetta skemma öll hin saevon sem að þú varst búinn að gera, t.d. kominn á árið 2005 með West Ham eða eithvað slíkt og þá allt í einu þegar þú ferð í saevið þá bara ertu þú kominn í spænsku neðrideildina eða eithvað álíka og öll stórliðin kominn í Omega deildina, það væri ekki nógu gott. En samt sem áður væri það virkilega asnalegt ef að þetta ætti að virka inn í miðju saevi, þetta liggur bara í augum uppi þegar maður spáir aðeins í það.
BTW ekkert taka þessu sem það að ég sé að kalla þig heimskan eða eithvað slíkt, ég bara sé þessa spurningu soltið oft hér inna á huga, en þá er það aðalega með data update, og ákvað nú loks að svara þessu.<br><br>Blessuð sé minning Marc-Vivien Foe og megi hann hvíla í friði.