Hérna er ofurlítið svindl sem ég og félagi minn föttuðum fyrir slysni. Eða ef svindl má kalla, leikurinn býður uppá þetta svo …
Ef liðið ykkar á mikið af peningum en leyfir ykkur ekki að nota neitt af þeim þá er gott að biðja um peninga og fara svo í ultimatum (sem btw þýðir ‘úrslitakostir’ fyrir þá sem ekki vissu en voru að velta því fyrir sér ;) ) og þá er maður yfirleitt rekinn. Reyndar er maður ekki alltaf rekinn (t.d. ef maður er kominn með gott repjúteizjon) en þá er bara um að gera þetta aftur og þá er maður pottþétt rekinn.
Svo er að taka aftur við liðinu sem maður var og þá er kominn hellingur af pening til að eyða. Svo er hægt að gera þetta aftur og aftur og alltaf eykst við peninginn sem hægt er að eyða.
En auðvitað á endanum hlýtur þetta að hætta að hækka …
Þetta hefur vissulega sýna kosti og sýna galla.
Kostirnir eru alltaf meiri peningur til að eyða og einnig ef illa hefur gengið þá kemur ný von í leikmenn því þeir lýta á sem nýr stjóri hafi verið fenginn til liðsins.
Gallarnir eru þeir að maður þarf að setja inn stillingar uppá nýtt, stilla leikkerfi og skipanir uppá nýtt, sumir leikmenn hafa verið settir á sölulista sem þú vilt ekkert að séu seldir og svo ef vel hefur gengið þá er kominn nýr stjóri sem hefur enga history (sem auðvitað gerist alltaf þegar startað er nýju seivi) og er óþekktur og þess háttar …