29.Júlí.04

Þetta byrjaði allt tímabilið 02/03 þegar ég var aðstoðarþjálfari hjá Fulham. Okkur var spáð falli en eftir frábært tímabil náðum við 5.sæti og allir voru ánægðir… nema Jean Tigana konan að fara frá honum og samningurinn að renna út. Eftir tímabilið ákvað hann að hætta allri knattspyrnuiðkun og þá byrjuðu vandræðin. Næsta tímabil átti eftir að verða erfitt. Liðið fékk engann þjálfara þannig að ég fékk starfið og ætlaði ég mér stóra hluti með þeim. Einhver peningur var til þannig að ég fór og reyndi að kaupa einhverja leikmenn fyrir tímabilið. Njósnarar voru að skoða unga leikmenn í Svíþjóð og bentu þeir mér á tvo leikmenn sem voru mikið efni. Það voru þeir Alexander Farnerud og Kim Kallstrom, báðir léku framarlega á vellinum en Farnerud fór á miðjuna og kallstrom var á milli sóknar og miðju. Skilaboðin frá stjórninni vor skýr,ekkert nema Evrópusæti var nóg. Ég keppti einn æfingaleik og hann vannst 2-1 gegn Atalanta. Svona var liðið sem ég ætlaði að spila með á tímabilinu.

Gk Van der sar

Dl pierre Wome

Dr Finnan

DC Alain Goma og Zatyiah

Dmc Sean davis

MC Farnerud og Steed Malbranque

Amc Kim Kallstrom

FC S Marlet og L Saha

Með liðið svona átti mér eftir að ganga vel. Eftir
20 leiki var ég í 3.sæti,6 stigum á eftir Man Utd og 10 stigum á eftir Arsenal. En svo byrjuðu áföllin. Steve marlet mesti markaskorarinn í liðinu meiddist illa og sögðu læknarnir að hann yrði frá í 6-7 mánuði og þannig endaði tímabilið hjá honum. Einnig fór Sean Davis á release clause til liverpool og liðið byrjaði að tapa stigum. Eftir leiktíðina var ég rekinn eftir að hafa náð 7.sæti sem stjórninni fannst bara ekki nógu gott og núna er ég atvinnulaus en þó eru nokkur störf laus t.d. hjá Barnet og Everton og svo er staða ranieri hjá Chelsea á gráu svæði. Alltí einu hringir síminn ég skil ekkert í þessum rugludalli en svo byrja ég aðeins að kannast við röddina. Þetta er eigandi Chelsea, Roman Abramovich og er hann að bjóða mér starf,ég trúi þessu ekki ,ég segi strax já og flýti mér út á flugvöll…