Ég ákvað að taka við stórliði Manchester United þótt að það væri ekkert rosalegt challange en það er samt alltaf spennadi verkefni.
Ég er með gamalt “data update” þannig að Beckham var ennþá leikmaður hjá mér og ákvað ég bara að reyna að selja hann. Ég setti hann á transfer list og einhverjir sýndu áhuga en ekkert tilboð kom stax. Eftir eina eða tvær vikur fékk ég tilboð frá Dortmund upp á 23 millur. Mér fannst það frekar lélegt og ákvað að gera gangtilboð upp á 40 millur. Ég bjóst nú ekkert frekar við því að þeir myndu samþykkja það en svo gerðu þeir og ég samþykti það og þá fóru tilboð frá öðrum klúbbum að streyma inn. Fékk ég nokkur tilboð upp á 40 miljónir o.m.a. frá Real Mardid. Ég ákvað að gera Real M gagntilboð upp á 60 milj. en samþykkti önnur tilboð. Real var ekki í vandræðum með það og fór svo þannig að Beckham var seldur til Real M fyrir 60 milljónir. Nokkuð sáttur með það.
Í lok október fékk ég svo skondna frétt um að Real væri gjaldþrota og myndu samþykkji raunhæf tilboð í flesta leikmenn. Ég hugsaði með mér að það væri sniðugt að kaupa Beckham aftur á lægra verði en ég seldi hann. Ég bauð 15 miljónir í hann og var það samþykkt og var ég þar með búinn að hafa 45 miljónir út úr stórliði Real Madrid. Einnig notaði ég tækifærið og bauð í Raul og Ronaldo og fékk ég þann fyrrnefnda á 21 millu en Ronaldo var “loyal” Real þótt ótrúlegt megi virðast.
Mér finnst þetta frekar fyndið og efast ég um að Real vilji gera viðskipti við mig aftur :)