Ég byrjaði tímabilið á að kaupa Gennaro Ivan Gattuso á 13 milljónir. Svo keypti ég Mido á 8.25 milljónir en ég keypti ekki fleiri leikmenn til að byrja með. Ég seldi líka nokkra. Þeir voru Nicky Butt til Roma á 5 millur, Fortune til Atalanta á 3 millur og Roy Keane til Atlétíco Madrid á 13 millur, en hann var búinn að vera með einhver leiðindi, þannig að ég seldi hann. Ég ákvað síðan að kaupa Ronaldinho en ég var of seinn, það var búið að loka markaðnum, þannig að ég þurfti að bíða til áramóta. Byrjunarliðið leit svona út: Barthez, Silvestre, Ferdinand, Brown, G. Neville, Giggs, Becks, Gattuso, Scholes, Mido og RvN.

Ég byrjaði á nokkrum vináttuleikjum. Fyrstu tveir leikirnir fóru jafntefli en vann ég næstu tvo. Ég lagði Hammarby samtals 6-0 í undankeppni Evrópukeppnarinnar. Ég lenti með Sporting, Lyon og Dortmund í riðli og fór ég þaðan með fullt hús stiga. Það gekk ekki nógu vel í deildinni. Ég var kominn með 29 stig eftir 13 leiki og var í öðru sæti en Liverpool var í fyrsta með fullt hús stiga. En aftur að Evrópukeppninni. Ég lenti með Celtic, Barcelona og Milan í riðli og lenti ég í öðru sæti þar á eftir Barcelona. Í deildinni var allt að koma til. Ég nálgaðist Liverpool óðfluga, en því miður kláraði ég deildina tveimur stigum á eftir Liverpool sem hafnaði í fyrsta sæti með 86 stig. Ég vann League Cup, en í úrslitum spilaði ég við Arsenal og vann þar 3-0, Ronaldinho með þrennu. Ég hafði hann frammi ásamt Mido því að Nistelrooy var meiddur. Í átta liða úrslitum í Champions Cup spilaði ég við FC Bayern og vann ég báða leikina þar 2-1, Verón skoraði í seinni leiknum stórglæsilegt mark langt fyrir aftan miðju, en Kahn var halupinn langt út úr markinu. Í fjögurra liða úrslitum spilaði ég við Deportivo og vann ég fyrri leikinn á útivelli 2-1 og seinni leikinn á heimavelli 1-0. Þá var það úrslitaleikurinn á móti Roma. Byrjunarliðið var svona: Ricardo, Silvestre, Ferdinand, Brown, G. Neville, Giggs, Beckham, Gattuso, Scholes, RvN og Mido. Ég tapaði þeim leik því miður 1-0 og var það Montella sem skoraði eina mark leiksins. Leikmaður ársins var RvN en hann skoraði ekki eins mikið og hann hefði átt að gera, en hann skoraði 40 mörk í 53 leikjum. Hann lagði upp 13 mörk og var 15 sinnum valinn maður leiksins.