Ég og vinir mínir komumst að einum frekar alvarlegum galla í leiknum. Það er reyndar aðeins þegar það eru 2 eða fleiri managerar. Ef báðir/allir eru að fara að keppa í deildinni getur maður séð úrslit leikjanna hjá hinum managerunum. Við sannreyndum þetta og leikurinn “spáði” rétt fyrir í þeim 3 leikjum sem við prófuðum þetta: 2-2 jafntefli, 7-0 sigur og 6-1 sigur. Það virðist samt vera hægt að breyta örlögunum með því að gera skiptingar. Með þessari aðferð er þá hægt að breyta leikkerfinu eða kennski setja aðra menn í ýmsar stöður og vonast eftir betri úrslitum ef manni er spáð tapi.
Hafa einhverjir fleiri tekið eftir þessu?