Er að mæla með honum… hann er mjög mjög efnilegur, fæddur 17 sept 1985 sem er einmitt nákvæmlega sami dagur og ég er fæddur(alveg ótrúlegt ekki satt) og hann byrjar með Ajax í leiknum. Tölurnar hans eru ekkert ofboðslega góðar og sérstaklega ekki ef maður skoðar hann í editornum, hann er samt alveg brjálæðislega góður að rekja boltann og fær hann meira en 20 í dribbling í leik og mjög líklegur oft til að vera maður leiksins þrátt fyrir mjög ungan aldur.
Ég þurfti að fleygja Jari Litmanen í ruslið fyrir hann og einnig varð ég að selja Tomás Galasek fyrir bananahýði og klósettpappír til að vera ekki með of stóran miðjumannahóp… og er Shabalala að spila alveg afbrigðis vel þrátt fyrir að vera bara 18 ára í mínu savi(er nýkominn á 3 tímabil)… og hann hefur einusinni verið valinn í Suður-Afríska landsliðið og verður sennilega valinn hjá mér í það fyrir Ólympíuleikana.
Ef ég myndi lýsa honum einhvernveginn þá er þetta sókndjarfur playmaker, hann spilar í stöðu AM C og mjög góður í að búa til allskonar sóknir og gjarnan markheppinn stundum líka. Hann alveg matar Ibrahimovic verulega.<br><br>CMorgan[mAIm]