Ég vil byrja á að benda á það að ég er alls ekki að gangrýna neinn eða setja út á eitt eða neitt aðeins að leggja fram mjög einfalda spurningu.
Málið er að stundum skil ég ekki hver tilgangurinn er eiginlega með þessaum korkum hérna. Það er greinilegt að þetta er ekki gert til að fá upplýsingar um hvaða leikmenn væri gott að kaupa til að styrkja liðið sitt, því að oftast þegar einhver spyr þannig spurninga fær hann einhverskonar skít kast yfir sig eða er sagt: “Það er alltaf verið að spurja um þetta” (sem er bull, ég er samt ekki að benda á neinn og í mínum augum er þetta sú spurning sem að ég vil helst fá svar við því mig vantar alltaf góða leikmenn ;) ). Það hefur svosum ekki verið mikið spurt um Taktíks hénna upp á síðkastið en ég bíst sterklega við því að það myndi flokkast undir leikmanna kadagoríuna.
Það hefur löngum komið fram að tilgangurinn er ekki að fá svör við einföldum spurningum eins og hvernig á að taka screenshots, hvað CM magazine er eða einhverjar fleiri spurningar. Flestum, ef ekki öllum er svarað, skoðaðu FAQ manjúalið.
Ég vil benda á að þetta Manjúal er HRYLLILEG upp sett. Í fyrsta lagi er það á ensku, og ég veit að við íslendinar höldum að allir kunni ensku bla bla bla, en það er til fólk þarna úti sem er ekki mjög gott í ensku og þá er mjög ervitt að reyna að lesa þetta. Það eru ekki allir sem eru tilbúinir að segja: Ég skil ekki ensku nennir einhver að hjálpa mér, því það er búið að festa það inn í hausinn á okkur að allir eiga að KUNNA ensku.
Svo reyndi ég að lesa þetta rugl og það er ekki HÆGT! Þetta rennur bara í einn hrærigraut!!
Spurningarnar eru í alveg eins letri og spurningarnar þannig að það er mjög ervitt að renna bara í gegnum þetta og sjá hvar spurningunni manns er svarað. Það hefði verið þægilegra að hafa einhverskonar efnisyfirlit yfirspurningarnar til að sjá spurningarnar þannig að ef að spurningunni manns er svarað neðst þá þarftu að fara í gegnum 36 spurningar áður en þinni er svarað!
Einnig er það deginum ljósara að ekki má gangrýna leikinn því það er bara asnalegt, hinsvegar las ég frá einhverjum að hann væri ekki sáttur við að það væri ekki nógu mikið af póstum um hvað leikurinn væri góður (ég meina common hver nennir að senda það inn).
Jæja hér kemur hin spurningin mín: Hvað er þá eiginlega eftir? Monta okkur yfir hvað við erum með gott lið (ég veit ekki með ykkur en ég hata fólk sem er alltaf að monta sig).
Hvað eigum við eiginlega að tala um? Ef að við pössum okkur ekki þá á fólk eftir að hætta að spurja spurninga hérna útaf því að það veit að það fær bara yfir sig skítkast eða FAQ svarið. Þetta á bara eftir að breytast í tilkynninga kork, eins og t.d. : CM Magazine 3 er komið út, eða Nýji EP er kominn út! JIBBÝ! Ef að þið skoðið hin tölvuleikja áhugamálinn þá er eiginlega ekkert að gerast á neinum af þeim. Ég hélt að um leið og CM4 myndi koma út þá yrði allt vitlaust hérna á Huga en það virðist ekki vera þannig :(