Ég veit að þetta er úrelt umræða og lendir eflaust á korki, en er ekki hægt að búa til umræðu á marga af þeim böggum sem er að finna í CM4? Margir þeirra pirra menn, en með réttu hugarfari er hægt að hafa gaman af þeim og margir þeirra eru sprenghlægilegir eins og t.d. þegar þú skorar 3 mörk í leik og ert yfir 3-0 þar til 2 mínútur eru eftir og þá er staðan allt í einu orðin 3-3, án þess að andstæðingarnir hafi sýnilega skorað mark, eða þegar dregið er í bikarnum og þú lendir alltaf á móti liðinu sem þú átt að mæta í næsta leik í deildinni, eða þegar þú býður í 33 ára gamlan leikmann og liðið hafnar boðinu á þeim forsendum að hann sét “hot prospect for the future”.
Það má nefna marga fleiri. Rudy Voller var rekinn frá þýska landsliðinu vegna þess að stjórninni fannst kominn tími til breytinga (fresh approach) og hann var síðan ráðinn aftur nokkrum dögum síðar. Eða þegar leikmaður sem spilar með Norwich vill ekki fara þaðan því að hann vill ekki yfirgefa London og svo framvegis…