Ég er 16 ára og á heima í Vestmannaeyjum og hef spilað cm alveg frá því að cm 2 kom (reynar 97/98 updateið). Ég er að nota 500mhz ferðatölvu sem supportar ekki hærra Resulution en 800x600.
Ég gat alltaf spilað CM3 alla leikina og bjóst ekki við því að CM4 væri svona mikill leikur. Ég var búinn að prófa demoið í þessari tölvu runnaði það ekki í 800x600 og þá hélt ég að þetta væri bara galli í demoinu. Þegar leikurinn kom í búðirnar fór ég strax og keypti mér leikinn án þess að lesa requirements útaf ég var virkilega mikið spenntur fyrir leiknum og hef alltaf keypt mér Championship manager og á þá alla.
Þegar ég kom heim installaði ég leiknum og tók það sinn tíma og hélt að geisladrifið mundi springa útaf látum. Þegar ég klára að installa honum fer ég í hann og þá er sama vesenið og ég verð ekkert smá pirraður og ég get ekki spilað CM4.
Ég veit líka að 500mhz er ekki nóg til að runna leikinn en ég get allavega spilað hann og það er nóg að geta spilað hann og þótt hann hökti þá spila ég hann samt. Mér fynnst bara verið að gera leik sem á ekki að þurfa svona mikið requirements of mikinn.
Ég spilaði leikinn hjá vini mínum sem er með 1Ghz tölvu og hann höktaði hjá honum líka. Svo prófaði ég í 2Ghz tölvu og mjög góðri og hann höktaði þar líka. Mér fynnst bara vera skrítið að ekki einusinni nýjar tölvur runna leikinn “smooth”.
En ástæðan af hverju ég skrifaði þessa grein var til að kanna hvort það komi út eitthver 800x600 patch fyrir leikinn sem ég vona sem mest.
Takk fyrir að lesa
Rúna