Fyrsta útgáfan af cm3 var líkt og þessi - eitt stórt bögg. Ég er þá ekki bara að tala um risa kröss, heldur líka þetta smávægilega sem vantaði algjörlega inn í hann. Það breyttist með seinni útgáfum en var í rauninni ekki fullmótað fyrr en í 01-02 útgáfunni. Og það er einmitt það sem ég er að tala um hér. Ég get lofað því að við eigum eftir að borga nokkra þúsundkalla fyrir cm03-04 eftir nokkra mánuði og þá verður búið að laga þessa hluti eitthvað. En finnst mönnum það allt í lagi? Af hverju er CM4 ekki sú finish product sem maður reiknar með þegar maður fer út í búð og kaupir leik? Af hverju er ekki hægt að gera hlutina þannig að þú getir einfaldlega fengið data update fyrir cm4 eftir 2-3 mánuði í staðinn fyrir að borga annann 2 þúsund kall?
Cm4 er langt, langt frá því að vera the finish product. Það var ákveðið að gefa hann út eins og hann var, einfaldlega vegna þess að það er ekki svo mikið eftir af leiktíðinni 02-03 og þá verður hann ekki 5 krónu virði.
Þetta er allt spurning um peninga og græðgi. Hverju skiptir einn bögg leikur milli “vina”? Eða nokkrir þúsundkallar ;)