Ég hvet ykkur til þess að skoða ALLA pósta um nýja cm4 demóið og sjá hver virðist alltaf eiga síðasta orðið. Það er wbdaz, og ekkert slæmt um það að segja, nema það að hann þarf alltaf að verja leikinn. Einnig finnst mér persónudýrkunin á Oliver Collyer vera mjög fyndin, það er eins og menn haldi að hann einn geri leikinn góðan.
Mér finnst wbdaz sína skilyrðislausa ást á leiknum og alltaf þarf hann að svara fyrir leikinn. Besserwisser er það orð sem kemur í huga minn þegar ég sé nafn þessa annars ágæta manns.
Staðreyndin er bara sú að SIgames menn eru að gera hörmulega hluti. CM4 hefur verið frestað og frestað áfram og áfram. Þeir hafa gefið út updeit síðan cm3 kom út, og við höfum þurft að borga full verð fyrir hvern leik. Síðan þegar loksins á að gera nýjan leik þá tekur það alveg auka ár. Þetta finnst mér vera hörmuleg vinnubrögð.
Ég hvet alla til þess að temja sér gagnrýna hugsun og ekki standa í einhverri skilyrðislausri ást á þessum leik. Það er margt sem betur mætti fara, og mér finnst óþarfi að standa í einhverri rökleysu varðandi það.