Þessar stillingar koma nafni liðsins lítið við. Þær útskýra sig nú flestar sjálfar en fyrir þá sem ekki átta sig á því hvað þær gera þá er það svona:
Passing: hvaða stíl af sendingum þið viljið að liðið ykkar noti helst, stuttar, langar (og háar) eða beint á mann í sóknarfæri. Eða þá blöndu alls.
Pressing: hvort leikmenn eiga að pressa leikmenn hins liðsins.
Tackling: hversu hart menn eiga að ganga fram í því að tækla andstæðinginn, hvort það eigi að gerast hvenær sem hann hefur boltann (hard) eða bara þegar það er nokkuð öruggt að boltinn vinnist (easy).
Offside trap: rangstöðugildra.
Counter attack: gagnsóknir/skyndisóknir. hvort liðið eigi að bakka og gefa færi á sér til að skapa meiri möguleika á skyndisóknum.
Behind the ball: allir í vörn.
Endurtek það, svona stillingar koma því minnst við hvað liðið heitir, miklu fremur hverjir eru í því, hvaða uppstillingu er verið að spila og á móti hverjum maður er að spila.