Ég veit að margir eru að velta því fyrir sér afhverju ég vel svona gott lið. Ástæðan er sú að ég er einn af þeim sem vita voða lítið um fótbolta og þekkja aðeins helstu leikmennina en hafa voða gaman að því að spila CM. Ég hef oft reynt að byrja með önnur lið í en það hefur gengið hörmulega. Mér gekk samt ágætlega með Tottenham í eitt skiptið.(Það muna kannski einhverjir eftir þessari grein sem ég skrifaði;
http://www.hugi.is/cm/greinar.php?grein_id=348 31 en hún segir hversu langt ég náði með þeim). Aðal ástæðan fyrir því að ég vel alltaf Man.Utd til að stjórna er sú að maður þarf ekki að kaupa nýja menn því að maður er með mjög gott lið. Ég var í eitt skiptið kominn með nokkuð gott save, var vel staddur í deildinni og kominn langt í meistaradeildinni en þá gerði ég þau “mistök” að leyfa kærasta systur minnar að taka við þessu í smá tíma og viti menn. Hann seldi næstum því alla Manchester mennina. Þeir sem hann seldi ekki voru York, Giggs,Kean,RVN,Beckham og bræðurna tvo sem ég veit ekkert hvernig maður á að skrifa. Í staðinn hafði hann keypt menn eins og Solari,Steve Finnan, Bridges,Ayala Titus Brambel og fleiri. Ég fór allur í kerfi því að ég þekkti mjög fáa af þessum mönnum og heimtaði ég að hann segði af sér og léti mig aftur fá að stjórna liðinu. En síðar komst ég að því að þetta voru góð kaup og einnig var þetta ágætis tilbreyting frá gamla liðinu og fyrirgaf ég því honum þetta. Síðar ákvað ég að selja Beckham fyrir 22 millur til Barcelona og síðar seldi ég Bartes(veit ekki hvernig þetta nafn er skrifað og er allveg sama)fyrir 10 millur.
Síðar keypti ég Davids á fimmtán millur og síðar keypti ég Stam aftur og einnig keypti ég markmann frá AEK Athens sem heitir chiotis eða eitthvað því um líkt. Ég veit að þetta er heldur ömurleg grein en ég var byrjaður á henni og ég vildi ekki að allur þessi tími sem ég lagði í hana færi til einskis.