Leikurinn viðheldur alltaf ákveðið mörgum leikmönnum í einu. Að vísu er það ekki alltaf alveg sama talan en svipuð að ég held.
Það sem gerist er ef við tökum Laurent Blanc sem dæmi er að þegar hann hættir kemur fram ungur leikmaður einhvers staðar í leiknum, ekkert endinlega hjá MU og reyndar er það ólíklegt.
Þessi leikmaður hefur ekkert sem bendir til þess að hann var Laurent Blanc enda með annað nafn og í tilfellum annað ríkisfang. Þessi leikmaður er líklegri til þess að verða góður í framtíðinni en þó getur það einnig breyst. Sem sagt þegar einn leikmaður hættir birtist annar unglingur og með allt aðrar tölur og nafn.