Þegar ég tók við liðinu þá krafðist stjórnin þess að liðið myndi vera í toppbaráttunni ( auðvitað!). Ég ákvað strax að ná mér í Mark Van Bommel úr PSV, en hann er algjör snillingur!.
Mér gekk mjög vel í byrjun deildar. Var í fyrsta sæti 2 stigum á undan Arsenal. Bommel var að spjara sig en það sem kom mér á óvart var að Ryan Giggs var að brillera. Hann var alltaf með 9 og 10, en sárasjaldan 7 og 8. Í meistaradeildinni gekk mér annars vegar alveg ágætlega. Var í fyrsta sæti í riðlinum og vann svo hvern leikinn á eftir öðrum og sigraði svo Roma og vann meistaradeildina.
Í miðju leiktímabili varð ég mjög óheppinn. Bommel, Nistelrooy, Barthez og Phil Neville urðu allt í einu allir meiddir (reiddist svo mikið að ég ætlaði að henda tölvunni!).
En eftir að allir höfðu svo komið til baka, vann ég upp forskotið sem Arsenal átti á mig og vann deildina.
Venjulegur leikur hjá mér fór annað hvort 3-0 eða 5-0 fyrir mér, en ég tapaði svona 5 leikjum. Uppstillingin hjá mér í þessum leikjum var 3-4-3, en ég var með diamond á miðjunni og lét Nistelrooy markera markmanninn.
Nú á ég bara eftir að halda áfram að vinna deildina og meistarad.
Takk fyrir mig.
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.