Þetta var bara venjuleg æfing með Íslenska landliðinu sunnudaginn 10.júli árið 2001. Ég var að undirbúa hópinn fyrir æfingaleik gegn Tyrkjum hér heima. Fyrir rúmri viku hafði ég sótt um starf hjá Real Betis á Spáni og þá hringdi síminn minn. Það var stjórnarformaður Betis og hann var að bjóða mér starfið. Að sjálfsögðu þáði ég boðið. Næsta dag var þetta allt komið í blöðin. Skyndileg uppsögn Guðmunds var á forsíðum margra íþrótta blaða. Ég hafði breyst úr hetju í skúrk en það var ekkert annað að gera enn að fara til Spánar og sinna starfinu.

Ég sá að ég var með ágætis hóp en það var hægt að styrkja hann. Ég hafði ca.10 millur til leikmannakaupa og fyrir þann pening keypti ég þá Ivan J. Cuadrado frá Barca á 575k, Andrey Milevskiy frá Shaktar Soligorsk á 210k og Jose D. Cabello frá einhverju neðrideildarliði á 240k. Ég ákvað að selja engann leikmann strax.
Við kepptum nokkra æfingaleiki og unnum þá alla. Síðan hófst deildinn. Við byrjuðum ágætlega og eftir 11 leiki vorum við með 19 stig í 3.sæti.

Fram að jólum vorum við í svona 3-4.sæti og þá ákvað ég að gera breytingar á hópnum. Ég talaði við útsendara mína í Frakklandi og Hollandi og þeir sögðu mér frá 3 áhugaverðum leikmönnum. Í Frakklandi var það annars vegar Jay-Jay Okocha, frábær leikmaður,sem hafði ekkert fengið að spila með PSG og ég fékk hann á 725k. Hinn leikmaðurinn sem var einnig leikmaður PSG og spilaði með varaliðinu þar var þekktur vandræðagemlingur að nafni Nicolas Anelka. Hann hafði spilað áður á Spáni og því hélt ég að hann mundi venjast boltanum hérna strax. Ég fékk hann á skiptimynt 2,4 millur sem er auðvitað ekkert fyrir svona klassa leikmann. Sá þriðji hét Maarten Schops og var Belgi sem spilaði í Hollandi, ég fékk hann á 825k. Bestu leikmenn mínir fyrir jól voru Jóhannes Karl Guðjónsson, Denilson og Jóao Tomas.

Eftir jól spiluðum við mjög vel og Anelka og Okocha féllu inn í kerfið okkar. Við spiluðum Nakano kerfið. Að lokum enduðum við í 4.sæti sem var frábær árangur. Stjórnin hafði sagt mér að halda liðinu í deildinni en ég vildi ná 9.-10. sæti.

Ég kem kannski með sögu um næsta tímabil seinna.