Ég er nú á öðru tímabili í champ 4 eða 2001-2002 og er Liverpool (auðvitað) og mér gengur bara allt á afturfótunum.
Á fyrsta tímabili var ég bara að fjárfesta í mönnum eins og Juliusa Aghahowa og Maxim tsigalko en gekk samt ágætlega , lenti í 3 sæti og komst í 8 liða úrslit í meistaradeildinni.
En nú gengur mér hörmulega og er í 15 sæti í deldinni og er dottinn út úr öllu nema í FA cup og tapaði meðal annars á móti Watford 0-3.
Ég veit ekki hvað er að gerast hjá mér því að ég hef undanfarin ár verið alveg ágætur Champ spilari , oftar en ekki unnið deildina með Liverpool í þessum leik og gekk ágætlega í fyrra.
Og ekki vantar uppá mannskapinn hjá mér en byrjunarlið mitt hljóðar svona.
GK Sander Westervield, DL Taribo West , DR Abel Xavier , DC Sami Hyyphia , DC Steven Gerrard , DMC Assane N\'diya (eitthvað svona)
MC Predrag Djordjevic, MC Gerard MC Julius Aghahowa FC Michael Owen , FC Maxim Tsigalko.
Ekki veit ég hvað er að enn ég vona að þú getur ráðlagt mér eitthvað í sambandi við vandamál mitt.
P.S Það eru öruglega einhverjar stafsetnigavillur í nöfnunum.