Sögurnar okkar hér í þessu áhugamáli eiga það til svona upp á síðkastið að vera svolítið svipaðar. Flestar þeirra byrja á:

Ég var búinn að spila knattspyrnu í 15 ár og nýbúinn að leggja skóna á hilluna þegar ég fékk upphringingu frá formanni Chelsea(eða eitthvað). Þeir höfðu nýlega rekið Claudio Ranieri og vantaði ferskan mann í brúnna. Ég tók starfinu eftir að hafa rætt það við fjölskylduna.
Fyrsta verk mitt var að kaupa Tó Madeira, Maxim Tsigalko, Julius Aghahowa, Djibril Cisse, Franco Costanzo og ráða gamlan vin minn Giorgios Pomaski sem aðstoðar þjálfara.
Ég byrjaði leiktíðina af krafti og skoraði Tó Madeira 40 mörk á tímabilinu. Ég lenti í öðru sæti í úrvalsdeildinni en vann FA-Cup í æsispennandi leik gegn Arsenal 2-1 þar sem Tó Madeira og Maxim Tsigalko skoruðu mörkin.

Þetta, eða eitthvað svipað, hef ég séð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hvernig væri að skrifa aðeins öðruvísi sögur?
Ég veit að ég er kannski ekki í bestu aðstöðunni til þess að gagnrýna þessar sögur, þar sem ég hef aldrei sent inn neina sögu, en ég hef lesið nógu mikið af þeim til þess að ég viti um hvað ég er að tala. Þannig að ég spyr hvort að það séu ekki einhverjir sammála mér um að skrifa sögur þar sem Tó Madeira, Maxim Tsigalko eða þessir sem ég nefndi áðan séu ekki keyptir.
Að sjálfsögðu má kaupa þá í leiknum en ekki vera að skrifa sögur þar sem þið montið ykkur á því að vinna allar deildir með meira og minna sömu gaurana innanborðs, þó að það sé finnska önnur deildin eða enska úrvalsdeildin.

Takk fyri